144. löggjafarþing — 118. fundur,  3. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[11:48]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Óumdeild mál. Er þetta mál sem við eigum að fjalla um hér á eftir óumdeilt? Nei, það er það ekki.

Ég vil taka undir með hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni að það er ömurlegt að engin þingmannamál stjórnarandstöðunnar, eða nánast engin, skuli fá sitt ferli. Þau eru öll í einhverri stíflu í nefndunum og það þó að málin væru lögð fram strax í upphafi þings, þó að það séu mál sem hafa verið forgangsmál flokkanna. Ég verð að segja að mér finnst ótrúlega lélegt þegar þingmenn segja að það sé í lagi að hafa ótæka og ómarkvissa og enga verkstjórn af því að það hefur alltaf verið þannig. Hvar eru öll loforðin um bætt vinnubrögð á Alþingi, hv. þm. Unnur Brá Konráðsdóttir? Hvar eru þau? Það er ekki boðlegt að skýla sér alltaf á bak við að aðrir geri hlutina ömurlega, það er ekki í boði.