144. löggjafarþing — 118. fundur,  3. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[18:40]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þar erum við sammála, ég og hv. þingmaður, hæstv. forsætisráðherra kann ekki þá samræðulist sem þarf til að sinna því starfi sem hann er í. En af því að við erum að tala um sjálfstæði stjórnsýslustofnana og að stefnumótunin hafi ekki legið fyrir — auðvitað gerði hún það, þetta var gert með umræðum hér, í þremur umræðum á þingi var þetta ákveðið. Þessar stofnanir sem við getum tekið dæmi um, Bankasýsla, embætti sérstaks saksóknara, Fjársýsla o.fl. — mig langar að spyrja þingmanninn hvort hann telji að séum nánast að vega að sjálfstæði þessara stofnana gagnvart stjórnsýslunni og ráðherrum, af því að þessar stofnanir eiga að vera aðhald utan um stjórnsýsluna, með því að gera þetta með þeim hætti sem lagt er til í frumvarpinu.