144. löggjafarþing — 128. fundur,  12. júní 2015.

lagasetning á kjaradeilur.

[13:51]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill taka fram út af þessum orðum hv. þingmanns að það var þannig að þess var óskað að þingfundur færi ekki fram fyrr en að minnsta kosti ekki fyrr en klukkan tólf. Í millitíðinni var síðan boðaður fundur með formönnum flokkanna og var forseta ljóst að sá fundur gæti tekið alllangan tíma. Þess vegna kaus forseti að fresta því til klukkan hálftvö að þingfundur hæfist til þess að ekki væri hægt að kvarta undan því að að ekki væri skapað rými til þeirra nauðsynlegu funda, sem forseti hefur fullkominn skilning á að þurftu að eiga sér stað áður en þessi þingfundur hæfist.