144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

auðlindaákvæði í stjórnarskrána.

[16:19]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Hæstv. sjávarútvegsráðherra hefur gert grein fyrir því að hann telji úr því sem komið er best að byrja á því að einbeita sér að því að ná ákvæði um auðlindir inn í stjórnarskrá áður en menn klára lög um stjórn fiskveiða eða samhliða því þannig að ný lög um stjórn fiskveiða taki mið af því að slíkt ákvæði fari í stjórnarskrá. Það breytir ekki því að það þarf að bregðast við þeim ábendingum og ákúrum sem komið hafa vegna þess að menn hafi ekki klárað að hlutdeildarsetja makrílinn eins og síðasta ríkisstjórn hefði reyndar átt að gera. Umboðsmaður Alþingis hefur verið afdráttarlaus með það að ekki verði unað við óbreytt ástand, svoleiðis að hæstv. sjávarútvegsráðherra hefur verið að bregðast við því sem hefði þurft að bregðast við fyrir nokkrum árum.