144. löggjafarþing — 138. fundur,  29. júní 2015.

náttúruvernd.

751. mál
[12:27]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er að finna í huga mínum íslenska snörun á hugtakinu, með leyfi forseta, „the reality check“, og ég kemst kannski næst því að kalla það eins konar veruleikatengingu. Lögin sem hér er lagt til að verði frestað taka gildi eftir 36 klukkutíma. Ég velti fyrir mér, þegar hv. þm. Höskuldur Þórhallsson nefnir umsagnir og að hann ætli að skoða þær, hvaða umsagnarfrest hann sjái mögulega fyrir sér í þessu máli. (Gripið fram í.)

Aukinheldur vil ég spyrja: Lítur hv. þingmaður svo á að hann sé ekki bundinn af því samkomulagi sem gert hefur verið við þingflokka af þingflokksformanni hans?