145. löggjafarþing — 4. fundur,  11. sept. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[14:14]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég gat um það áðan að allir bæðu um meiri peninga í hvað eina og að alltaf þurfi ákveðna forgangsröðun. En ég get fullvissað þingmanninn um að unnið er af fullum þunga varðandi loftslagsmál í ráðuneytinu og á milli ráðuneyta. Við finnum fyrir því að það er málefni sem snertir allan heiminn og það er málefni sem við getum lagt talsvert á okkur fyrir og líka til málsins.

Á vegum fjármálaráðuneytisins er prófessorsstaða. Hún verður nú flutt í loftslagsmálin. Þetta eru allt saman stórar upphæðir en verið er að styrkja þessa stöðu á mörgum sviðum og fjármagn kemur líka úr öðrum ráðuneytum. En í umsýsluáætlanir eru sérstaklega settar 18 millj. kr. aukalega.