145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[17:13]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður kom svolítið inn á það sem ég ætlaði að spyrja hann að í seinna andsvari mínu. Það kemur fram í þeirri samantekt sem gerð var að markmið ÁTVR sé að rýrnunin fari ekki yfir 0,06% en er 0,03%. Ef rýrnunin á almenna markaðnum, smávörumarkaði, færist yfir til ÁTVR er þetta 1,6% af rýrnun sem er talsvert fyrir ofan markmið ÁTVR.

Hv. þingmaður er mikill talsmaður neytenda, mjög duglegur að tala fyrir þeim í ræðustól og á lof skilið fyrir það. Ég ætlaði bara að spyrja, sem hann kom að áðan, hvort hann væri ekki sammála mér í því að þetta sem hann kom svolítið inn á áðan mundi ekki einmitt líklega skila sér í hærra vöruverði, ekki eingöngu á áfengi, heldur allri þeirri nauðsynjavöru sem heimilin þurfa á að halda í landinu.