145. löggjafarþing — 19. fundur,  13. okt. 2015.

kaup á nýjum ráðherrabíl.

[13:52]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegur forseti. Á ég þá að skilja það þannig að hæstv. ráðherra hafi engin áhrif og hafi ekkert um það að segja hvers konar ráðherrabíll er valinn í ráðuneyti hans? Var þá ekkert að marka svarið sem ég fékk í vor? Mig rekur eiginlega í rogastans hérna. Er þá ekki búið að kaupa nýjan bíl? Er þetta þá bara uppspuni sem kemur fram í Viðskiptablaðinu? Ég kalla eftir skýrari svörum en þetta og ítreka spurninguna sem ég hef margoft spurt: Telur hæstv. forsætisráðherra það ekki eðlilegt að ráðherra gangi á undan með góðu fordæmi, kaupi eins umhverfisvæna bíla og völ er á? Ef það verða endilega að vera lúxusbílar þá er hægt að kaupa Teslu. Ég efast ekki um að Ríkiskaup og þeir sem brasa í þessu eru að reyna að gera eins hagstæð innkaup og mögulegt er. Skárra væri það nú. Það sem ég spyr um er: Af hverju er ekki umhverfisvænasti kosturinn valinn? Hefur ráðherra ekkert um það að segja?