145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[15:29]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Það getur vel verið að hún standist ekki. Mér er alveg nákvæmlega sama um það. (Gripið fram í.) Varðandi aðgengi í öðrum löndum og annað þá hef ég búið erlendis sjálfur og hef alveg áttað mig á því hver áhrif ótakmarkaðs aðgengis að áfengi eru. Það er búið að fara yfir það hérna í dag. Þú hlýtur að hafa hlustað á þetta allt saman. Hvað eru aðrar þjóðir í Evrópu að gera í dag? Hvað eru þær að gera? Þær eru að takmarka aðgengi að áfengi vegna þess að það er að sliga samfélögin. Bara í Bretlandi er áfengisneysla að sliga heilbrigðiskerfið. Skoski heilbrigðismálaráðherrann segir það. Algengasta dánarorsök ungra karlmanna í Skotlandi er áfengisneysla. Það er bara þannig. Þið getið hrist hausinn yfir því, en þetta er bara staðreynd. Það deyja 3,3 milljónir manna á ári af áfengisneyslu. Það orsakar 200 sjúkdóma. Þessar staðreyndir liggja allar frammi. Við höfum náð frábærum árangri gegn unglingadrykkju og öðru en við ætlum að offra því (GÞÞ: Nei.) til þess að gæta hagsmuna stórra aðila. Þið standist ekki freistingar valdsins. Það er það sem er að. (Gripið fram í: Heyr, heyr!)