145. löggjafarþing — 28. fundur,  4. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[15:47]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það er rétt að ég hristi hausinn, eins og hæstv. fjármálaráðherra sagði, því að rétt skal vera rétt. Ég hef stutt eindregið og styð enn almenna skattlagningu slitabúanna og greiddi atkvæði með frumvarpi þar að lútandi í vor. Þetta er skýr leið og vel framkvæmanleg.

Ég greiddi hins vegar atkvæði gegn frumvarpi um ívilnandi hjáleið með víðtækum undanþágum frá sköttum samkvæmt samkomulagi við kröfuhafa. Þetta frumvarp sem við erum nú með í atkvæðagreiðslu er af sama toga, og sú staða sem nú er uppi var í mínum huga fyrirsjáanleg í vor. Ég mun greiða atkvæði gegn þessu frumvarpi og þar með ívilnunarleiðinni en ég hef áður gert grein fyrir afstöðu minni til hennar.