145. löggjafarþing — 33. fundur,  12. nóv. 2015.

fullnusta refsinga.

332. mál
[16:17]
Horfa

Haraldur Einarsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Sjálfur hef ég ekki myndað mér skoðun á því hvort það sé rétt eða rangt að fara í að innheimta þetta. Mig langaði bara að opna á þá umræðu og fá að vita hvað rætt hefði verið í meðförum þessa frumvarps. Ef hv. allsherjar- og menntamálanefnd telur að taka eigi það til skoðunar mun ég styðja það, ef hún telur að ekki eigi að taka það til skoðunar held ég að sjónarmið ráðherrans, sem hún rakti hér áðan, séu góð og gild. Nefndin fer bara vel yfir þetta mál.