145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[18:24]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég get þá stytt mál mitt til muna fyrst ráðherrann er kominn næstur á mælendaskrá. Það var nú bara vegna þess að það hafði enginn Framsóknarmaður tekið til máls í umræðunni og mælt málinu bót sem ég ætlaði að kalla eftir því. Fyrst svo er orðið er ekki eftir neinu að bíða. Ég býð ráðherrann bæði velkominn heim og velkominn til umræðunnar.