145. löggjafarþing — 42. fundur,  27. nóv. 2015.

Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur og verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu.

371. mál
[15:33]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég segi það að ég vonast til að sá góði andi sem hér ríkir verði hér áfram. Ég get ekki annað en tekið undir með þingmanninum að auðvitað er hægt að gera þjónustusamning, í þingnefndum núna verða náttúrulega kallaðir til gestir og sjónarmið vegin og metin. Kannski getur niðurstaðan orðið sú að við getum búið til nokkurs konar Nýheima við Mývatn. Mér fyndist það mjög spennandi. Svo þingmaðurinn sjái að hugur fylgir máli vil ég nefna að í Sóknaráætlun sem kynnt var varðandi loftslagsmál var nú akkúrat eitt af 16 verkefnum þar að styrkja rannsóknastarfsemina á Höfn enn frekar.