145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:11]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir málefnalega umræðu og yfirlit hennar hér. Ég skil fullkomlega að það sé enn þá að pirra hana að Framsóknarflokkurinn hafi getað staðið við þetta brjálæðislega kosningaloforð, svo ég noti hennar orð, ég skil það vel að það pirri hana enn þá. En mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hún geti ekki verið sammála mér í því, af því að hún er nú af landsbyggðinni, að þetta sé mjög landsbyggðarvænt frumvarp, ég tala nú ekki um með þessum breytingartillögum frá meiri hlutanum. Getum við ekki alla vega verið sammála um það eftir að vera búin að hlusta á 42 sveitarfélög og fleiri gesti að verið sé að koma til móts við þessi (Forseti hringir.) sveitarfélög?