145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:05]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að vísu að afgangurinn verði meiri en 11 milljarðar. Síðan er það bara þannig eins og hv. þingmaður veit að Sjálfstæðisflokkurinn stýrir ekki einn. Hann er í samstarfi. Það þarf málamiðlanir í því. (ÖS: Ertu að kenna Framsóknarflokknum um?) Ég mundi aldrei kenna hvorki Framsóknarflokknum né Samfylkingunni á sínum tíma um að ná ekki árangri.

Það vantar almennt séð pressuna á stjórnmálamenn að ganga í það sem þarf að gera. Menn þurfa líka að sýna meiri ráðdeild en við gerum. Auðvitað er stærsti hluti ríkisútgjaldanna aukningin sem er til komin núna. Þegar ég tala um stóru myndina þá erum við að skila afgangi. Við erum að greiða niður skuldir. Það er afskaplega mikilvægt. En stærsti hlutinn er náttúrlega til kominn vegna launahækkana. Þær eru gríðarlega miklar og verkefnið er núna að sjá til þess að við fáum ekki þenslu eða verðbólgu í landinu. Það liggur alveg fyrir. (Gripið fram í: Hvað með Strassborg?) Við getum rætt um það alveg fram og til baka (Gripið fram í.) hverjum var að kenna. En það er búið að gera þá samninga. Núna þurfum við að spila úr því. (Forseti hringir.) Ég er ekki hrifinn af sendiskrifstofu í Strassborg.