145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:59]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við í stjórnarmeirihlutanum höfum verið gagnrýnd fyrir það að rifja upp það sem gerðist á síðasta kjörtímabili. Ég ætla engu að síður að rifja upp þann gríðarlega niðurskurð sem átti að fara í á árinu 2012, þar á meðal 30–40% niðurskurð í heilbrigðisstofnunum úti á landi. Mér hefði fundist vanta svolítið í umræðuna núna allt það fjármagn sem fer í uppbyggingu á landsbyggðinni. Það er gott. Það hefur aðeins verið minnst á flugvelli og hafnir. Það er líka jákvætt. Það er margt jákvætt.

Það sem mér svíður mest er að menn skuli ekki líta á tölur Hagstofunnar sem segja algerlega svart á hvítu að jöfnuður á Íslandi hafi aldrei verið meiri. Það eru góðar fréttir og það er eitthvað sem allir þingmenn ættu að sammælast um að fagna í ræðustól Alþingis.