145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:51]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Við svona atkvæðagreiðslu er ég fegin að það er ekki nema rétt eitt og hálft ár til kosninga. Ég verð bara að segja það, það er verið að skemma svo margt. Það virðist vera meiningin hjá þessum stjórnarmeirihluta að brjóta niður innviði Ríkisútvarpsins, sem hefur fylgt okkur frá 1930, svo það verði ekki svipur hjá sjón. Þess vegna leggjum við í stjórnarandstöðunni til að Ríkisútvarpið fái þessar 303 millj. kr. til styrkja reksturinn. Ef hæstv. menntamálaráðherra nær ekki fram að halda óbreyttu útvarpsgjaldi blasa við uppsagnir og niðurskurður hjá þessari stofnun sem er lýðræðisvettvangur, menningarlegur vettvangur, og hefur líka sameinað þessa þjóð í gegnum árin.

Það er bara skömm að því að … (Gripið fram í.) — Menn ættu að hlusta sem ættu að hlusta í þessum sal. (Gripið fram í.) Já, það er ekki hægt að láta (Forseti hringir.) bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum. (Gripið fram í: Ha?) [Kliður í þingsal.]

(Forseti (EKG): Ha?)[Kliður í þingsal.]