145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[17:14]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mér finnst það segja svolítið mikið um stöðuna að fráfarandi forsætisráðherra lét hafa það eftir sér að hann hlakkaði til að koma í þingsal og greiða atkvæði gegn þessari vantrauststillögu. Þó að hann hafi ekki sést mikið geri ég ráð fyrir að hann sé einhvers staðar hér á vappi. En ég velti fyrir mér: Hvernig geta þessi ósköp sem hafa leitt til vantrauststillögu verið tilhlökkunarefni? Mér finnst þetta segja svo mikið um stöðuna og ruglið sem er í gangi. Það er eins og við séum hérna að tala saman frá tveimur ólíkum plánetum. Það er eins og stjórnarmeirihlutinn og ríkisstjórnin hafi engan skilning á alvarleika málsins og þeirri kröfu sem er uppi og er raunhæf og réttmæt krafa. Ég segi fyrir mig að það er mér ekkert tilhlökkunarefni að vera í þessum aðstæðum. Ég get ekki skilið að nokkur ætti að hlakka til þess að vera í þinginu (Forseti hringir.) undir þessum kringumstæðum. Ég á bara ekki orð, virðulegi forseti.