145. löggjafarþing — 101. fundur,  19. apr. 2016.

fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018.

638. mál
[17:30]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Mig langar að þakka hv. þingmanni fyrir ræðu hans. Hann segir að samgöngumál séu stærsta heilbrigðismálið. Af því tilefni langar mig til að gera þau orð hans, áhyggjur hans af umferðaröryggi, að umtalsefni og heyra skoðun hans á því. Hann gerir að umtalsefni að hann hefði kannski viljað sjá meiri fjármuni veitta í þennan málaflokk sem tengist umferðaröryggismálunum. Mig langar einfaldlega að fá fram hjá hv. þingmanni hugmyndir hans um aukið fjármagn til umerðaröryggismála og hugmyndir hans um hvernig þeir fjármunir yrðu veittir og sér í lagi út frá því að hann er flutningsmaður frumvarps um smásölu á áfengi í verslanir. Eins og við vitum hefur hluti þeirra umsagna sem borist hafa um það frumvarp snúist um öryggismál. Ég velti fyrir mér hvort áhyggjur hv. þingmanns tengist þessu frumvarpi hans.