145. löggjafarþing — 119. fundur,  26. maí 2016.

samningur Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur.

783. mál
[11:44]
Horfa

utanríkisráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að í þessum samningum felist líka viss tækifæri fyrir íslenska bændur. Íslenskur landbúnaður getur ekki eingöngu byggst á framleiðslu fyrir innanlandsmarkað. Aukinn aðgangur að erlendum markaði er nauðsynlegur. Ekki er verið að fórna neinu í samningnum, en vissulega eru áskoranir fyrir framleiðendur og einmitt þess vegna koma þeir til framkvæmda á nokkrum árum. Á sumum sviðum gæti samkeppni aukist, en á móti kemur að tækifæri til útflutnings eru mun meiri en verið hefur áður. Það þarf auðvitað að skoða þetta allt vel. Það er ákveðinn aðlögunartími en í þessu felast líka tækifæri.