145. löggjafarþing — 125. fundur,  2. júní 2016.

mjólkurfræði.

40. mál
[18:10]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er búinn að velta fyrir mér í ein 50 ár orðalagi sem er notað í tíma og ótíma sem heitir þjóðhagslega hagkvæmar og þjóðhagslega hagkvæmt og þjóðhagslegur ávinningur. Ég hef ekki hugmynd um hvað það er eftir langa athugun og í þessu nefndaráliti kemur þetta fyrir tvisvar sinnum ef ekki oftar. Hvað á nefndin við? Ég hef hvergi fundið þetta í nokkru riti. Nú er þetta komið hér á blað og það væri gott ef þetta gæti ratað inn í fræðirit og við gætum útskýrt þetta. Ég hef lokið máli mínu, virðulegi forseti.

(LínS: … fyrir þjóðarhag.)