145. löggjafarþing — 126. fundur,  2. júní 2016.

sjúkratryggingar.

676. mál
[19:21]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er mjög ánægjulegt að verið sé að setja þak á greiðslubyrði sjúklinga. Ég vona að því verði haldið til haga sem hefur komið fram að það er oft þannig þegar verið er að gera stórar og miklar kerfisbreytingar að stuttu eftir að lögin taka gildi kemur í ljós að möguleiki er á því að einhverjir falli á milli. Ég hef skynjað eindreginn vilja hjá ráðuneytinu og hæstv. ráðherra um að þá verði brugðist skjótt og vel við. Mér finnst gott að vita það af því að auðvitað verður fólk oft órólegt þegar gerðar eru miklar breytingar. Það er mjög margt gott í frumvarpinu. Ég má til með að hrósa hv. velferðarnefnd fyrir þau rosalega stóru mál sem hún hefur unnið að og gert í mikilli samvinnu. Það ætti að vera aðalfréttin á morgun, hvernig þingmönnum þvert á flokka tekst að vinna að þjóðhagslega mikilvægum málum þjóðinni til heilla. Til hamingju með þetta.