145. löggjafarþing — 134. fundur,  17. ág. 2016.

störf þingsins.

[15:05]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Mig langar til að tala aðeins áfram um þá aðgerð sem við stöndum frammi fyrir núna að samþykkja, þ.e. aðstoð við ungt fólk til að kaupa sína fyrstu fasteign. Mér finnst afar miður að heyra að þessi aðgerð er töluð niður af ákveðnum einstaklingum. Nú er staðan sú að boðið er upp á verðtryggð lán og óverðtryggð lán í samfélaginu. Við vitum líka að óverðtryggðu lánin hafa þótt verri en fjandinn sjálfur á undanförnum árum. Hins vegar hefur rofað til í efnahag þjóðarinnar, verðbólga hefur verið mjög lág og nánast engin, sem hefur haft það í för með sér að verðtryggðu lánin hafa verið miklu hagstæðari fyrir okkur. Við þekkjum það auðvitað öll sem höfum verið með verðtryggð lán á húsnæði eða öðru.

Það sem er verið að vinna núna er að verið er að gera ungu fólki sem hefur vilja, einurð og áhuga á að leggja á sig að spara fyrir eigin íbúð, þ.e. verið er að opna leið fyrir það. Þær leiðir sem standa opnar að gefnu tilefni, af því að talað er um að verið sé að ýta ungu fólki fyrst og fremst út í óverðtryggð lán, þá eru þetta þrjár leiðir og þær fela í sér mismunandi möguleika og ég hvet allt ungt fólk til að skoða þetta vandlega og láta ekki segja sér neitt í þessum málum. Verið er að opna möguleika fyrir ungt fólk til að eignast sína eigin íbúð.


Tengd mál

Efnisorð er vísa í ræðuna