145. löggjafarþing — 135. fundur,  18. ág. 2016.

fjármálastefna 2017--2021.

741. mál
[14:24]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þegar maður heyrir minnst á heimsmet í samhengi við íslenskan efnahag þá setur að manni ákveðinn hroll því að sporin hræða. Við erum vön miklum dýfum. Ef við erum á leiðinn upp á einhvern öldutopp þá vitum við yfirleitt hvað bíður okkar. Við í Bjartri framtíð styðjum ekki þessa áætlun eða stefnu, m.a. vegna forgangsröðunar í útgjöldum og kyrrstöðunnar í velferðarkerfinu, en ekki síður vegna kyrrstöðunnar sem boðuð er í tekjuhliðinni þar sem ekki er gert ráð fyrir því að almenningur fái réttlátan arð af sameiginlegum auðlindum. Þetta er því miður plagg sem horfir fram á kyrrstöðu.