145. löggjafarþing — 140. fundur,  25. ág. 2016.

starfsáætlun sumarþings.

[11:17]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill tilkynna að þessu gefna tilefni að ástæðan fyrir því að forseti ákvað að hafa ekki atkvæðagreiðslur í gær var fjarvistir þingmanna úr stjórn og stjórnarandstöðu. Þegar forseti er m.a. að taka ákvörðun um slíkt lítur hann líka til þess hvort þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu séu viðstaddir, því að báðir eiga auðvitað rétt á því að eiga þess kost að greiða atkvæði og þegar þannig stóð á eins og í gær, að það var mögulegt að fresta atkvæðagreiðslu í þessu skyni, þá ákvað forseti að gera slíkt. Það er oft þannig að það er óskað eftir því m.a. af einstökum þingflokkum að atkvæðagreiðslum sé frestað og þegar unnt er að verða við því hefur forseti orðið við því.