145. löggjafarþing — 142. fundur,  30. ág. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[23:00]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get alveg tekið undir það að rétt sé að hafa það skýrt svo ekki sé nokkur vafi á að hægt verði endurskoða eftir þrjú ár. Við höfum áður haft samninga lengur en til eins árs, til tveggja ára, það er enginn munur á því tvö eða þrjú ár. Norðmenn gera þetta á hverju ári ef ég man rétt. Ég tek því alveg undir það. Ef við lögum þetta þá finnst mér full ástæða fyrir hv. þingmann að styðja þetta mál vegna þess að það er miklu betra en núverandi fyrirkomulag er. Við hljótum að geta verið sammála um það. Við getum gert í umhverfismálum sérstaka samninga við bændur um bót í þeim efnum, er það ekki?