145. löggjafarþing — 154. fundur,  20. sept. 2016.

kjararáð.

871. mál
[19:07]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki verið að gera breytingar í frumvarpinu á stöðu þeirra sem starfa hjá þinginu. (Gripið fram í.) Ekki var ekki talin ástæða til þess. En það er þannig að kjararáði ber að ákvarða laun með hliðsjón af almennri launaþróun í landinu og stöðu og ábyrgð annarra þeirra hópa sem eru í svipaðri stöðu eða jafngildri og á við um þá sem heyra undir ráðið. Ég nefni þetta sérstaklega í tilefni af því að við tókum aldrei umræðu um það, eða ekki svo ég muni — það væri þá ágætt ef einhver mundi rifja það upp fyrir mér hafi það verið hluti umræðunnar á sínum tíma — að beinlínis lækka launin gagnvart viðmiðunarhópum. Ég minnist þess ekki að það hafi verið sérstök ákvörðun eða tilgangur. Málið var kynnt á sínum tíma þannig að þingið vildi setja gott fordæmi fyrir þróun vinnumarkaðarins vegna þess að ekki væru aðstæður í landinu til að sjá laun hækka á árunum eftir hrun.