145. löggjafarþing — 155. fundur,  22. sept. 2016.

undirbúningur búvörusamninga.

[10:59]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég verð að viðurkenna að mér þóttu svörin heldur rýr. Ég vonaðist eftir meiru, hæstv. ráðherra, ég vonaðist eftir því að ráðherra ræddi hér til dæmis um kerfisbreytingar, að þörf væri á meiri kerfisbreytingum í landbúnaði. Það var ekki. Þessi nýi búvörusamningur styrkir það til dæmis í sessi að sauðfjárbændur fá áfram að vera fátækir, það er innbyggt í þau kerfi sem við erum áfram með í þessum nýju lögum. Það er viðurkennt á þann hátt að þeir bændur sem ekki búa nálægt kaupstað fá meiri styrk af því að það er sagt sem svo: Ja, enginn bóndi getur lifað af því að vera bara með lítið sauðfjárbú, hann þarf að komast í aðra vinnu með. Ef hann er ekki í nálægð við kaupstað kemst hann ekki í vinnu og fær sérstakan styrk. (Forseti hringir.) Ég er búin með tímann minn og ætla ekki að segja meira um þetta mál.