145. löggjafarþing — 155. fundur,  22. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[14:58]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef að sjálfsögðu engu við mál mitt að bæta um þetta atriði. Ég tel að það skipti miklu að þingið taki málið til efnislegrar meðferðar og afgreiðslu. Það má alveg halda fram rökum fyrir því að hægt væri að gera þetta seinna og í meiri rólegheitum, en ég segi á móti að þetta mál er fullþroskað, komið er að frágangi þess og samningar um málið eru undirritaðir eftir kynningu hjá öllum heildarsamtökum og atkvæðagreiðslu þar og frumvarpið endurspeglar þá niðurstöðu.