145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

afgreiðsla EES-máls og hugsanlegt brot á stjórnarskrá.

[12:06]
Horfa

Brynjar Níelsson (S):

Hæstv. forseti. Þetta er ekki fyrsta málið þar sem er ágreiningur um hvort lagasetning standist stjórnarskrá. Það er búið að fara yfir þetta mál í langan tíma og fara vel yfir öll rök. Við gerð EES-samningsins var ágreiningur milli sérfræðinga um hvort sá samningur stæðist yfir höfuð stjórnarskrána. Við þurfum að taka afstöðu til þess og meta þetta. Við höfum gert það núna og farið vel yfir þessi rök. Það er ekkert nýtt í þessu máli í þeim skilningi. Við förum bara yfir þetta, við erum búin að gera það og við verðum hvert og eitt okkar að taka afstöðu til þess eins og við gerum í öllum öðrum málum og höfum gert í áratugi. Það er ekkert nýtt í þessu máli. Mörg frumvörp eru þannig að við getum verið í vafa og við teljum að reyni á þanþol stjórnarskrárinnar. Við þurfum að taka afstöðu og það er ekkert annað að gera í þessu máli.