145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

afgreiðsla EES-máls og hugsanlegt brot á stjórnarskrá.

[12:25]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Þessi umræða er farin að minna mig svolítið á sjónvarpsþátt sem ég hef verið að horfa á að undanförnu sem heitir Breaking Bad, sem margir kannast við. Þar fer maður yfir ákveðin mörk og það sem gerist þar á eftir snýst um það hversu langt hann kemst til baka. Mér finnst við vera stödd í slíkri umræðu hér. Við erum komin yfir þau mörk að við erum búin að teygja stjórnarskrána langt út fyrir mörkin sem fræðimenn telja viðunandi. Núna erum við líklega að keyra svo langt með það að við erum að brjóta hana. Þegar fræðifólk og sérfræðingar á þessu sviði eru að vara okkur með jafnafgerandi hætti þá eigum við að staldra við og vanda okkur.

Þegar hæstv. forsætisráðherra segir að menn eigi að vanda til verka þegar kemur að framsalsákvæði skulum við líka vanda til verka þegar menn eru að segja okkur að við séum að brjóta stjórnarskrána og skoða þetta mál betur.