145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[14:12]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er mjög einföld og sjálfsögð krafa að við vitum hvaða mál virðulegi forseti hyggst setja á dagskrá á næstunni. Mig langar aðeins að nefna það líka að fyrr í dag, undir liðnum um fundarstjórn forseta, talaði virðulegi forseti um dagskrána í dag. Þetta snýst ekki í sjálfu sér um dagskrána í dag, þetta snýst um dagskrána á morgun og hinn og væntanlega næstu viku. Það lítur allt út fyrir það og reyndar er auðséð að starfsáætlun heldur ekki lengur. Þá er tími til að horfast í augu við það og bregðast við því. Ég sé ekki alveg hvers vegna við eigum að halda áfram hérna þar til komið er á hreint hvaða forgangsröðun virðulegur forseti vill setja á.