145. löggjafarþing — 160. fundur,  29. sept. 2016.

starfsáætlun og framhald þingstarfa.

[13:35]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Frú forseti. Klukkan er orðin rúmlega hálf tvö á síðasta starfsdegi þessa þings samkvæmt starfsáætlun. Þess vegna væri annað óeðlilegt en að kallað væri eftir því að hæstv. forseti fundaði með þingflokksformönnum um það hvað liggur fyrir. Við hljótum uns annað er sagt að gera ráð fyrir að við séum að ljúka störfum okkar á þessu löggjafarþingi eftir nokkra klukkutíma. Ég þakka fyrir þau svör sem hæstv. forseti kom með áðan um að eðlilegt væri að til slíks fundar væri boðað, en vil þá jafnframt ítreka að það er mjög skammur tími til stefnu. Þetta er í raun nokkurra klukkutíma spursmál. Nú þarf að hafa hraðar hendur (Forseti hringir.) og láta verkin tala í þessu.