145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

áætlanir um þinglok.

[10:52]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég sat fund fjárlaganefndar í morgun þar sem mættir voru tveir fulltrúar stjórnarflokkanna, bæði þingmenn sem eru að hætta. Í þeirri nefnd sitja tveir oddvitar í kjördæmum og þeir mættu ekki vegna þess að þeir voru að sinna erindum annars staðar, annar í kjördæminu og hinn í pallborði úti í bæ. Þetta vildu oddvitarnir sem hér sitja inni gjarnan vera að gera, hver af öðrum úr stjórnarandstöðuflokkunum. Þeir vildu gjarnan vera úti í kjördæmunum og sinna kosningabaráttunni en menn líta svo á að þegar þing er eigi þeir að vera hér og ljúka sinni vinnu.

Það er augljóst á því hvernig þessi salur er mannaður að oddvitar stjórnarflokkanna líta ekki svo á. Það er þeirra fyrsta verkefni að vera annars staðar að sinna kosningabaráttu. Hér inni er einn oddviti stjórnmálaflokks í kjördæmi stjórnarflokkanna og það er hv. þm. Karl Garðarsson. Hinir eru allir einhvers staðar úti á akrinum, að vinna í kosningabaráttu. (Forseti hringir.) Þetta er ekki í lagi. Hæstv. forseti á að stöðva þetta þing og segja þessu fólki að mæta í vinnuna.