145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018.

638. mál
[16:25]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að við sem störfum hér á Alþingi förum ekki að ofmetnast og halda að við vitum allt best um alla hluti. Það ætti miklu frekar að vera okkar að koma málunum í þann farveg að sem flestir hafi aðkomu að þeim. Það er kannski frekar okkar að reyna að halda ákveðinni yfirsýn yfir það sem er að gerast á landsvísu en treysta svo einmitt sveitarfélögunum til þess að gera sínar áætlanir. Ég held að þar megi nefna þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í sóknaráætlun landshlutanna sem mjög góða fyrirmynd að því hvernig þannig vinna er vel unnin.