146. löggjafarþing — 2. fundur,  7. des. 2016.

fjárlög 2017.

1. mál
[14:11]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Forseti. Hæstv. ráðherra talar um misskilning og áhyggjuefni hvað varðar rekstrarafkomu útgerðarinnar. Ég hef áhyggjur af því að hæstv. fjármálaráðherra þekki ekki þann hluta rekstraryfirlits margra útgerða sem hafa verið að skila milljörðum í arð til eigenda sinna. Þekkir hann ekki til þess? Er það ekki peningur sem á að einhverju leyti að fara inn í sameiginlega sjóði og teljast sem renta af sjávarútvegsauðlindinni? Er það einhver misskilningur eða erum við að reikna hlutina eitthvað á mismunandi vegu? Eða er þetta mismunandi hugmyndafræði sem ég og hæstv. ráðherra berum í þessum málaflokki?