146. löggjafarþing — 11. fundur,  22. des. 2016.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017.

2. mál
[10:41]
Horfa

Benedikt Jóhannesson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Eins og hér hefur komið fram varð víðtæk sátt í fjárlaganefnd og reyndar líka í efnahags- og viðskiptanefnd um þau mál sem hér liggja fyrir almennt og komið hafa fram tillögur um. Það er afar mikilvægt þegar verið er að tala um viðamiklar skattbreytingar að þær fái umfjöllun í þinginu, fái umfjöllun í nefndum. En svo háttar til um þær tillögur sem hv. þm. Katrín Jakobsdóttir hefur lagt fram að þær voru ekki kynntar fyrir nefndinni. Hér er verið að tala um afar viðamiklar breytingar sem þingmenn hafa mismunandi skoðun á, en miðað við þau vinnubrögð sem hér eru viðhöfð mun þingflokkur Viðreisnar greiða atkvæði gegn tillögunum. Það segir þó ekkert um afstöðu þingflokksins til ákveðinna þátta, heldur erum við hér að mótmæla slíkum vinnubrögðum.