146. löggjafarþing — 11. fundur,  22. des. 2016.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017.

2. mál
[11:01]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Þetta er önnur tillaga sem kom fram í áðurnefndum stjórnarmyndunarviðræðum sem mér þætti áhugavert að sjá hvort af gæti orðið. Um er að ræða lækkun á endurgreiðsluupphæð vegna „tax free“ fyrir ferðamenn úr 15% í 7%. Þetta er til að nálgast þá prósentutölu sem almennt gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Með því að lækka töluna niður í 7% á að sparast um 1 milljarður kr. á ári sem gæti komið sér vel fyrir uppbyggingu á hverju því sem við viljum byggja upp.