146. löggjafarþing — 22. fundur,  31. jan. 2017.

heilbrigðisáætlun.

57. mál
[19:07]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Herra forseti. Þetta verður nú ekki langt. Mig langar bara til þess að fagna því að hér er komin þingsályktunartillaga um að vinna að heilbrigðisáætlun fyrir Ísland. Þetta er mjög þarft. Eins og sagt er: Ef við vitum ekki hvert við erum að stefna þá er engin leið sem fer með okkur þangað, við þurfum að vita hvert við erum að fara. Þetta er mjög jákvætt. Sem nýr þingmaður og nefndarmaður í velferðarnefnd hlakka ég til að ræða þetta mál og fara með það lengra og vonast til að þetta sé eitthvað sem hæstv. heilbrigðisráðherra hafi áhuga á að gera og við tökum þetta fyrir á fleiri stöðum en bara í heilbrigðiskerfinu. Það þarf að horfa meira til framtíðar. Við þurfum að taka ákvarðanir um hvert við erum að stefna og taka skrefin í átt að þeim markmiðum.