146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[18:15]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Eiginlega snýst þetta svolítið um það hvort við teljum áhrif áfengis, eins og fram kemur í þeirri rannsókn sem ég var að veifa hér, ásættanleg eða ekki, eða hvort við teljum þau áhrif sem bjórinn kann að hafa valdið ásættanleg eða ekki. Það er mjög erfitt að fara í saumana á því en þannig er það. Þegar fólk segir að það sé fólk sem kunni ágætlega við það kerfi sem er t.d. í Danmörku eru það eflaust þúsundir, tugþúsundir, hundruð þúsunda eða jafnvel kannski ein eða tvær milljónir manna í Danmörku sem kunna bara ekkert vel við það vegna þess að það fólk kann að segja frá þúsundum vandamála sem þessu tengjast og væru sennilega okkar megin, andstæðinga þessa frumvarps, ef þeir væru á Íslandi.