146. löggjafarþing — 37. fundur,  1. mars 2017.

opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.

156. mál
[17:07]
Horfa

Viktor Orri Valgarðsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki, frekar en hv. þm. Elsa Lára Arnardóttir, að gera mér upp sérstaka sérfræðiþekkingu á málefnum sjúkraflugs. Samkvæmt þessari skýrslu þarf vissulega uppbyggingu og frekari fjármögnun til Landhelgisgæslunnar ef hún á að sinna þessari starfsemi með fullnægjandi hætti. Í umræddri skýrslu er ráðuneytið hvatt til þess að ganga til viðræðna við Landhelgisgæsluna og skoða þennan valkost betur. Ég geri ráð fyrir því að hvort um sig taki einhvern tíma ef við ætlum að opna neyðarbrautina aftur. Án þess að ég þekki nákvæmlega tímalínuna í því efni tekur það eflaust einhvern tíma líka. Af því að mér heyrist á öllu að það sé ekki lagalega fær leið velti ég því fyrir mér hvort við ættum ekki frekar að hvetja ráðherra til að leita leiða í þessu og þá m.a. að ganga til viðræðna við Landhelgisgæsluna um að tryggja aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu.