146. löggjafarþing — 37. fundur,  1. mars 2017.

opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.

156. mál
[17:27]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil bara byrja á að segja hv. þm. Vilhjálmi Bjarnasyni að ég var ekki gengin í Framsóknarflokkinn árin 2006 eða 2010. Ég þekki ekki það sem fram fór í borgarstjórn á þeim tíma. Því ætla ég bara að leyfa mér að segja hér hreint og beint út: Hv. þm. Vilhjálmur Bjarnason talar um þverbraut í Keflavík, sú braut er allt of langt frá þeirri sjúkrahúsþjónustu sem veitir bráðaþjónustu og er því ekki til umræðu hvað þetta varðar. Hér er um að ræða neyðarástand. Sjúklingar af landsbyggðinni komast ekki með öruggum hætti í gegnum sjúkraflug eins og staðan er í dag.