146. löggjafarþing — 40. fundur,  7. mars 2017.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

207. mál
[16:48]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P) (andsvar):

Það er skemmst frá því að segja að ég held að ég og hv. þm. Ari Trausti Guðmundsson séum í raun sammála um að náttúran og fólkið sem hér býr skuli njóta vafans. Þingmaðurinn talar um einstakt tilfelli og jú, jú, þetta var einstakt tilfelli sem leiddi til sorglegs dauðdaga.

Þingmaðurinn nefndi einnig Hellisheiðarvirkjun. Það er einmitt dæmi um hvað gerist ef menn hlusta ekki á aðvaranir vísindamanna, fara fram úr sér, líkt og ég gerði kannski í málflutningi mínum. Ég er hins vegar afskaplega ánægður með að þingmaðurinn skuli vera mér sammála um vindorkuverin og að við skulum horfa meira til þeirra. Ég hef lúmskan grun um að hann sé svolítið „svag“ fyrir sjávarfallavirkjunum líka. (Gripið fram í.) Já, er það ekki? Já.