146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[16:20]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Við erum að ræða fjármálastefnu ríkisins til næstu fimm ára. Þetta er eitt af grundvallarplöggunum sem við munum ræða á þessu þingi því að það er á þessari stefnu sem allt í rauninni sem á eftir kemur mun ráðast af. Þess vegna er með öllu óþolandi ef hæstv. ráðherra er ekki til staðar til að taka þátt í umræðunni. Ég tek einnig undir með þeim sem hafa bent á að hér á auðvitað hv. formaður fjárlaganefndar líka að taka þátt sem og auðvitað almennir þingmenn. Mér finnst þetta í rauninni algjör skandall. Klukkan er bara rétt rúmlega fjögur og það er ansi fáliðað í salnum. Það er hér sem við tökumst á um grundvallaratriðin í pólitík, grundvallaratriðin sem við munum byggja á þegar öll hin málin sem við eigum eftir að ræða og erum jafnvel búin að ræða um í 1. umr. koma til umræðu.