146. löggjafarþing — 60. fundur,  26. apr. 2017.

sveitarstjórnarlög.

375. mál
[17:06]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vissulega fara sveitarfélögin eftir þeim lögum sem eru sett, en það á ráðherra einnig að gera. Þar vísa ég í lög um opinber fjármál þar sem stjórnarfrumvörpum á að skila með kostnaðarmati. Það er ekki kostnaðarmat með þessu frumvarpi, því kvarta ég. Það er svo einfalt. Ekki flóknara en það.