146. löggjafarþing — 63. fundur,  4. maí 2017.

fjárveitingar til sjúkrahúsþjónustu.

[11:30]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að líkja mér við súrrealista því að það er einmitt ein sú listgrein sem ég hef hvað mestan áhuga á og er ánægður með að vera frumkvöðull í því hér á Alþingi að mati hv. þingmanns.

Það er ekki nema von að mönnum detti í hug súrrealismi þegar hækkun er talin vera lækkun, viðbót talin niðurskurður. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er verið að bæta við 22% í heilbrigðismálin á tímabili áætlunarinnar. Því verður ekkert breytt, alveg sama hversu oft menn telja það niðurskurð. 22% viðbót er viðbót. Það er hækkun.