146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

framlög til framhaldsskólanna.

[14:15]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Þetta er beinlínis rangt. Í fyrri fjármálaáætlun var gert ráð fyrir að þetta fjármagn héldist inni. Nú stefnir hins vegar í að fram til 2022 minnki þetta fjármagn um 690 millj. kr. Ég talaði um það áðan að í þessari sömu fjármálaáætlun sem hæstv. ráðherra ber uppi, er talað um að fjárskortur sé farinn að bitna á gæðum, námsframboði, á tækjum og búnaði. Hæstv. ráðherra verður einfaldlega að gera betur.

Ég spyr: Er hæstv. ráðherra búinn að gefast upp fyrir því verkefni að fjármagna opinbera skólakerfið og almannaþjónustu, ef út í það er farið? Og á að láta þetta leka út í einkavæðingu í nafni þess að enginn annar ráði við þetta? (Gripið fram í: Heyr, heyr.)