146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[20:58]
Horfa

Theodóra S. Þorsteinsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir það að ég hef áhyggjur af þeirri starfsemi sem fer fram hjá Hafró, ég tek undir það, en það er hins vegar þannig að við erum ekki að deila út fjármagni til sérstakrar stofnunar í þessari áætlun. Það kemur þá væntanlega fram í fjárlögum í haust hvernig þetta endar. En mér heyrðist á hæstv. ráðherra þessa málaflokks að hún hefði áhuga á því að styrkja sérstaklega starfsemi Hafró. Ég bind bara vonir við það að hún taki það vel til endurskoðunar og forgangsraði fyrir þessa mikilvægu stofnun.