146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[23:15]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni þessar hugleiðingar. Ef ég mætti beita einhverju einu, svo að við förum bara í skemmtilega barnaleiki, við þessa ríkisfjármálaáætlun hugsa ég að ég myndi taka út útgjaldaþakið sem setur okkur fáránlega miklar skorður um hvað við getum gert, festir okkur algerlega hvað svigrúm varðar. Og er einhvern veginn sett fram í fullkominni blindri trú á að hér muni ríkja endalaus hagvöxtur, að minnsta kosti á meðan við sitjum við völd, sem er bagalegt og hættulegt. Fordæmin sýna hvert það getur leitt okkur; barnalegt líka. Þingmaður spyr hvernig hægt væri að bera sig að og nálgast hlutina á skynsamlegri hátt. Mitt einfalda svar er: Með því að skipta um ríkisstjórn.