146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[23:43]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. [Hlátur í þingsal.] Hv. þingmaður verður að fyrirgefa mér, ég bara þurfti að spyrja hann því að ég náði ekki spurningunni alveg. (Gripið fram í.) Þetta er vandi hjá mér en ekki þér sko, ég er stundum lengi að kveikja á spurningum.

Ég held að verkefnið sem Alþingi stendur frammi fyrir, þegar það kemur saman að nýju hér í haust, sé að taka þá ákvörðun. (Gripið fram í.) Ég held að rök hnígi til þess að á sumum sviðum eigi að gera breytingar. Ég held líka, eins og ég tel að ég hafi sagt hér, að við séum á ystu nöf (Forseti hringir.) þegar kemur að aukningu ríkisútgjalda á komandi árum.